Mannvirkjafréttir frá Samtökum iðnaðarins

Ný gögn Hagstofu Íslands sýna að mest fjölgun er hjá hinu opinbera.

Fulltrúi SI sat norrænan fund systursamtaka SI á sviði orku- og umhverfismála sem fór fram í Helsinki í Finnlandi.

Fulltrúar systursamtaka SI á Norðurlöndunum hittumst í Helskinki í Finnlandi til að ræða menntamál í mannvirkjaiðnaði. 

SI, SSP og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð. 

Félagatal

Félagatal

Listi yfir aðila og fyrirtæki sem eru félagar í samtökum innviðaverktaka.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 08 - 16 alla virka daga

Samtök innviðaverktaka

Félagið hefur unnið að mörgum og fjölbreyttum baráttumálum sem varða framgang greinarinnar í gegnum tíðina. Þau eru flest tengd verkalýðsmálum, útboðsmálum, tilhögun framkvæmda vítt og breitt um landið og almennu siðferði í vinnubrögðum.  

Félagsmenn hafa jafnan verið eindregnir stuðningsmenn útboða og samninga um verk sem byggjast á samkeppnistilboðum. Starfsemi verktaka eykur hagsæld í landinu en til að svo megi vera þurfa þeir að eiga gott samstarf við stjórnvöld. Vinnubrögð varðandi verkefnaval og útboð þurfa að vera yfirveguð og upplýsingastreymi milli aðila gott. Lykillinn að farsælli þróun verktakastarfsemi er að streymi verkefna sé sem jafnast og komi með skipulegum hætti án tilviljana og óðagots en ekki síður að verktakinn fái sanngjarna greiðslu fyrir unnið verk

Stofnað 7. desember 1953

Samtök innviðaverktaka var stofnað 7. desember árið 1953 á skrifstofu Almenna byggingafélagsins hf. í Reykjavík. 

Félagsmenn

Félagsmenn eru  annars vegar einyrkjar sem eiga eina vél og vinna á henni sjálfir og hins vegar fyrirtæki sem eiga fleiri vélar og eru jafnframt verktakar.

Fræðslumál vinnuvélstjóra

Menntun vinnuvélstjóra og kjaramál hafa ævinlega tengst störfum Samtaka innviðaverktaka.